Skoða fleiri spelkur


Klínískar rannsóknir hafa sannað að Unloader spelkan bæði linar sársauka og eykur virkni hjá notendum. Fyrir aðrar lausnir, til dæmis fyrir sérsniðnar stærðir eða fyrir stuðning vegna vandamála í kross- og liðböndum, þá eru eftirfarandi möguleikar í boði.

CTi®

CTi-spelkurnar bjóða framúrskarandi samsetningu af stöðugleika og vörn fyrir hnjáliðinn.

Rebound® PCL

Stuðningur vegna vandamál við aftara krossband (PCL).

CTi® Custom

Sérsmíðuð CTi Custom er fáanleg í mismunandi gerðum.

Hvernig virka Unloader spelkurnar?

Unloader hnéspelkurnar miða að því að minnka verki og bæta hreyfanleika og hannaðar til að auka lífsgæði fólks með slitgigt í hné. Unloader One X er afrakstur meira en 18 ára reynslu sjúklinga og lækna og er sérstaklega hönnuð til að vera auðveld og fyrirferðarlítil við notkun. Hún byggir á sérstöku þriggja punkta vogaraflskerfi frá Össuri sem er stutt af klínískum rannsóknum og dregur úr álagi á öðrum hluta hnjáliðarins. Verkfæralausar SmartDosing® skífur auðvelda notanda að stjórna sársaukastigi sínu með því að fínstilla spennuna á borðanum. Unloader hnéspelkurnar eru léttar og auðveldar og fyrirferðalitlar við notkun og passar vel undir fatnað.

Unloader Hip er hönnuð til að auka virkni í daglegu lífi. Spelkan býður framúrskarandi álagsdreifingu og eykur stöðu- og hreyfiskyn hjá þeim sem eru með væga til miðlungsmikla slitgigt í mjöðm. Stuðlar þannig að stöðugleika í mjöðm og hreyfanleikinn verður mun meiri.

Unloader Hip eykur stöðu- og hreyfiskyn við gang með þrýsting frá herslukerfi. Ef þörf er á er hægt að draga úr innsnúningi með sérstökum Dynamic Rotation Straps™ borðum, sem studdir eru af klínískum rannsóknum.

Þú getur skoðað úrvalið af Unloader spelkum hér fyrir ofan, eða pantað tíma hjá stoðtækjafræðingi Össurar til að fá faglega ráðgjöf hvaða spelka hentar best fyrir þig.