Meðferð við slitgigt í mjöðm


Fyrsta og mikilvægasta skrefið er að ráðfæra þig við lækni varðandi lífsstíl og hreyfingu sem þú verður af vegna sársauka í mjöðm. Meðferðin sem þú velur ætti að falla að þínum lífsstíl og gera þér kleift að stunda þá hreyfingu sem þú hefur mesta ánægju af. Lífstílsbreytingar, þyngdarstjórnun, verkja- og bólgueyðandi lyf, sjúkraþjálfun og skurðaðgerð eru almennar meðferðir við slitgigt í mjöðm.

Notkun mjaðmaspelku hefur ekki fyrr en nú verið álitlegur kostur. Spelkan er valmöguleiki án verulegs inngrips. Spelkan er tiltölulega einföld, örugg og hefur sannað virkni sína. Kynntu þér nánar þau meðferðarúrræði sem eru í boði.

“Jafnvæg meðferðaráætlun getur dregið úr sársauka og aukið hreyfigetu og gert þér kleift að vera virkari en nokkru sinni áður. Leitaðu ráða hjá lækni um hvort mjaðmaspelka fyrir slitgigt frá Össuri sé valkostur sem þú getur prófað áður en skurðaðgerð er íhuguð.”

Spelkur


Össur hefur hannað og framleitt sérstaka spelku sem eykur öryggi og dregur úr sársauka í mjöðm við athafnir daglegs lífs. Þar af leiðandi eykur hún lífsgæði og hreyfigetu. Spelkan breytir álaginu á mjaðmakúluna inni í mjaðmaskálinni og hindrar þannig að skemmdir hlutar mjaðmaliðarins nái að nuddast saman og mynda sársauka. Spelkan er eins og hjólabuxur með innbyggðum búnaði sem ýtir mjaðmakúlu inn í mjaðmaskálina, snýr upp á kúluna og styður við hana.

Mjaðmaliðarskipti


Við endastigsslit í mjaðmalið er í rauninni lokaskrefið að fjarlægja líkamsliðinn og setja gervimjaðmalið í staðinn. Slík aðgerð er upphaf af bættri líðan og aukinni færni einstaklingsins til að takast á við daglegt líf.

Mjaðmaskiptaaðgerð er ávallt inngrip og reikna má með einhverjum tíma til þess á ná fullri færni á ný. Með því að nota spelkuna má seinka skurðagerð.

Hreyfing og þyngdarstjórnun


Mikilvægt er að hreyfa sig og efla líkamshreysti. Það má segja að það sé hægt að hreyfa sig til betri líðanar. Þyngdarstjórnun er mikilvæg þar sem hvert aukakíló er auka álag á skemmdan lið og t.d. að geta náð 2-5 kg af líkamsþyngd skipt miklu.

Að fá ráðgjöf hjá sjúkraþjálfara um hvernig á að beita sér með slitgigt, hvort sem spelkan er notuð eða ekki, er góð leið að bættri líðan.