Stoðtæki


Össur býður upp á heildstæða vörulínu fyrir einstaklinga sem hafa misst útlimi af völdum sjúkdóma eða slyss.
Sílíkonhulsur sem vernda stúfinn, gervihné og gervifætur með mismunandi eiginleika, sem og gervihendur. Vörur okkar byggja á nýjustu tækni og uppfylla ýtrustu gæðakröfur.

Markmið okkar er að auka lífsgæði með vönduðum vörum og faglegri þjónustu. Sérfræðingar Össurar sérhæfa sig í vali og smíði á stoðtækjum sem hentar hverjum og einum.

Spelkur og stuðningsvörur


Við bjóðum fjölbreytt úrval af spelkum og stuðningsvörum sem auka hreyfigetu vegna stoðkerfisvandamála, gigtar, slysa eða íþróttameiðsla.

Sérfræðingar okkar aðstoða við val á spelku til að tryggja réttan stuðning og hámarks árangur. Þetta á einkum við um staðlaðar spelkur t.d. vegna íþróttameiðsla, gigtar eða skekkju í liðum þar sem spelka er notuð til að halda við líkamshluta, minnka sársauka og auka hreyfigetu.