Unloader® spelkur


Ef þú ert með slitgigt í hné eða mjöðm - þá eigum við til lausn sem þú getur treyst á og hjálpar til að auka virkni í daglegu lífi

Unloader One® X

Spelka sem er auðveld og fyrirferðalítil við notkun.

Unloader® Hip

Hönnuð til að draga úr verkjum og passar vel undir fatnað.

Hvernig virkar Unloader® spelkan?

Langflestir finna fyrir verkjum í hné eða mjöðm á einhverjum tímapunkti í lífi sínu, sérstaklega ef þú stundar íþróttir eða stundar erfiðar athafnir. Algeng, en alvarleg, orsök verkja í liðum er slitgigt (OA), sem er þegar brjóskið sem hylur og dempar beinendana brotnar niður og veldur sársauka og skertri hreyfigetu þegar bein nuddast við bein.

Unloader hnéspelkurnar frá Össuri eru meðferðarúrræði sem krefjast ekki skurðaðgerðar. Spelkan hentar kannski ekki öllum, en hún getur hjálpað að auka hreyfingu og minnka þörf fyrir lyf eða skurðaðgerð til að lina sársaukann.

Unloader One X eykur hreyfanleika með því að lina sársauka vegna slitgigtar í hné og rifa í liðþófa vegna hrörnunar. Klínískar rannsóknir hafa sannað að hún bæði linar sársauka og eykur virkni hjá notendum og er sérstaklega hönnuð til að vera auðveld og fyrirferðarlítil við notkun. Unloader Hip er hönnuð til að auka virkni í daglegu lífi. Spelkan býður framúrskarandi álagsdreifingu og eykur stöðu- og hreyfiskyn hjá  þeim sem eru með væga til miðlungsmikla slitgigt í mjöðm. Stuðlar þannig að stöðugleika í mjöðm og hreyfanleikinn verður mun meiri.

Hvernig fæ ég spelku?

Skef 1

Náðu í PDF-skjalið til að sýna lækninum þínum

Skref 2

Fáðu faglega ráðgjöf frá okkur og fáðu beiðni frá lækninum þínum

Skref 3

Pantaðu tíma hjá stoðtækjafræðingi

Finndu þína Unloader spelku