Össur var stofnað á Íslandi árið 1971 og er nú orðið alþjóðlegt heilbrigðistæknifyrirtæki sem hannar og framleiðir stoðtæki, spelkur og stuðningsvörur með það að markmiði að bæta hreyfanleika fólks. Við erum leiðandi afl á heimsvísu; hjá okkur starfa um 3500 starfsmenn í yfir 30 löndum. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru á Íslandi en starfsstöðvar víða um heim sinna vaxandi markaði og félagið er skráð á hlutabréfamarkað í Danmörku.

Höfuðstöðvar okkar eru að Grjóthálsi 1-5 í Reykjavík. Móttakan er opin kl. 8:30 - 16:00 alla virka daga. Verslun og stoðtækjaþjónusta eru staðsett að Grjóthalsi 1 og er opnunartími frá kl. 8:30 - 16:00.

Hlutverk


Margir þurfa að lifa með líkamlegri fötlun af völdum sjúkdóma eða aflimunar. Okkar hlutverk er að gera því fólki kleift að njóta sín til fulls með bestu stoð- og stuðningstækjum sem völ er á. Áratuga þróunarstarf hefur skapað mikla þekkingu, sem gerir okkur kleift að rækja þetta hlutverk sífellt betur. Við kappkostum að vörur okkar og þjónusta fari fram úr væntingum viðskiptavina, því aðeins þannig verður Össur áfram leiðandi á sínu sviði.

Stefnumið


Stefnumið Össurar er að bæta hreyfanleika fólks með tækni, rannsóknum og nýsköpun. Við aðhyllumst mannleg gildi í hvívetna og vinnum náið með þeim sem þurfa á vörum okkar að halda. Þannig höfum við náð frábærum árangri í starfi og orðið vitni að því að sýn okkar verði að veruleika - fólk yfirstígur líkamlega hindranir, fær notið sín til fulls og öðlast betra líf.

Á alþjóðlegum vef Össurar, www.ossur.com/global, má finna nánari upplýsingar (á ensku):

Hafðu samband við okkur

Sími

515 1300

Tölvupóstur

[email protected]

Fax

515 1366

Össur Iceland ehf.

Kt. 671106-0670

Staðsetning

Grjótháls 5, 110 Reykjavík

VSK-númer

93946

Fréttasafn