Okkur er ljóst mikilvægi sí- og endurmenntunar. Til þess að fyrirtæki geti vaxið, þroskast og haldið samkeppnisstöðu sinni í síbreytilegu alþjóðlegu umhverfi er mikilvægt að við fáum tækifæri til að auka við þekkingu okkar og færni.

  • Við viljum að starfsmenn séu vel þjálfaðir og meðvitaðir um nýjungar í sinni starfsgrein þannig að fyrirtækið sé ávallt fremst á sínu sviði. Við berum sjálf ábyrgð á því að fylgjast með nýjungum í starfsgrein okkar.
  • Við sýnum frumkvæði í skipulagningu símenntunar okkar og tökum virkan þátt í árlegri endurskoðun þjálfunaráætlunar okkar.
  • Fræðsluþörf allra deilda er metin árlega til að tryggja að menntun starfsmanna fyrirtækisins sé ekki eingöngu miðuð við einstaklinga deildarinnar, heldur jafnframt heildarinnar. Stjórnendur miða áætlanir í fræðslumálum við framtíðarsýn sinnar deildar og fyrirtækisins.
  • Til þess að tryggja almenna vöruþekkingu starfsmanna eru haldnar reglubundnar kynningar fyrir starfsmenn og ennfremur lögð áhersla á mikilvægi gæða framleiðslunnar.
  • Námskeiðs- og ráðstefnuumsóknir starfsmanna eru metnar með það í huga að námið nýtist fyrirtækinu eða viðskiptavinum þess.
  • Við miðlum þekkingu þeirri sem við hljótum við endurmenntun til annarra starfsmanna fyrirtækisins með óformlegum eða formlegum hætti.