Mannauðurinn er hverju fyrirtæki dýrmætur. Össur er hátæknifyrirtæki og árangur þess undir reyndu og hæfileikaríku fólki kominn. Við leggjum ríka áherslu á að laða að okkur hæft starfsfólk sem er tilbúið að leggja sig fram og sýnir frumkvæði.
Gildi Össurar
Heiðarleiki
Við auðsýnum virðingu með því að halda okkur við staðreyndir, standa við gefin loforð, uppfylla kröfur og viðurkenna mistök. Við hlúum að heiðarlegum samskiptum innan fyrirtækisins með því að deila upplýsingum og taka tillit til vinnuálags hvers annars.
Hagsýni
Við notum fjármuni fyrirtækisins af skynsemi. Við höfum það að markmiði að halda kostnaði í lágmarki á öllum sviðum viðskipta með árangursríkum samskiptum, undirbúningi og skipulagningu og kappkostum að bæta vinnuferla.
Hugrekki
Við notum frelsi okkar til athafna. Við erum opin fyrir breytingum og keppum stöðugt að framförum. Við bjóðum óskrifuðum reglum byrginn, sýnum frumkvæði og tökum meðvitaða áhættu, en tökum jafnframt ábyrgð á hugmyndum okkar, ákvörðunum og athöfnum.
Við bætum hreyfanleika fólks
Starf hjá Össuri er sannarlega gefandi. Starfsemi okkar gengur út á að bæta líf fólks á hverjum degi. Við erum stolt af því sem við gerum. Við leggjum okkar metnað í það að skapa framúrskarandi vinnustað. Það gerum við til að mynda með því að meta hvern og einn starfsmann, hjálpa þeim að ná árangri og leggja okkar að af mörkum svo þeir njóti hvers dags hjá Össuri.
Sérfræðingar okkar um allan heim leggja sig fram við að hjálpa fólki að lifa lífi sínu án takmarkana. Nýsköpun drífur okkur áfram og við leitumst við að vera leiðandi á okkar markaði, hæfileikaríkir starfsmenn Össurar gera okkur það kleift.
Starfsánægja
Í síðustu vinnustaðagreiningu sem framkvæmd var kom fram að starfsmenn eru afar ánægðir hjá Össuri. Meðaleinkunn fullyrðingarinnar " Ég er stolt(ur) af því að vinna hjá Össuri " var 4.6, en hæsta mögulega einkunn er 5.0.
Mannauðsdeild Össurar
Mannauðsdeild Össurar kappkostar við að veita núverandi og verðandi starfsmönnum Össurar framúrskarandi þjónustu. Mannauðsdeildin er staðsett í aðalstöðvum Össurar að Grjóthálsi 5. Til þess að hafa samband við hana er hægt að nota formið Almenn fyrirspurn (hér). Einnig er hægt að hafa samband í síma 515-1300.
Starfsumsóknir skulu sendar í gegnum umsóknarkerfi Össurar: Workday