Við erum hátæknifyrirtæki og árangur þess undir hæfu og metnaðarfullu starfsfólki kominn.

Við leggjum ríka áherslu á að hjá fyrirtækinu starfi hæft starfsfólk sem er tilbúið að leggja sig fram, sýnir frumkvæði og er með jákvætt viðhorf. Við leggjum áherslu á gott starfsumhverfi sem stuðlar að samvinnu, jákvæðni  og frumkvæði.

Gildin okkar


Heiðarleiki

Við sýnum virðingu með því að halda okkur við staðreyndir, standa við gefin loforð, uppfylla kröfur og viðurkenna mistök. Við stuðlum að heiðarlegum samskiptum innan fyrirtækisins m.a. með því að deila upplýsingum og bera virðingu fyrir ólíkum störfum hvers annars.

Hagsýni

Við notum fjármuni fyrirtækisins af skynsemi. Við höfum það að markmiði að halda kostnaði í lágmarki á öllum sviðum rekstursins með skilvirkum samskiptum, árangursríku skipulagi, stöðugum umbótum og bættum vinnuferlum.

Hugrekki

Við nýtum frelsi okkar til athafna, erum opin fyrir breytingum og keppum stöðugt að framförum. Við bjóðum óskrifuðum reglum birginn, sýnum frumkvæði og tökum meðvitaða áhættu. Jafnframt tökum við  ábyrgð á hugmyndum okkar, ákvörðunum og athöfnum.

Við bætum hreyfanleika fólks


Við leggjum áherslu á að laða til okkar og ráða metnaðarfulla einstaklinga sem eru hæfir til að takast á við krefjandi verkefni í síbreytilegu umhverfi. Starfstitlar skipta okkur litlu máli, það að er framlag hvers og eins sem skiptir máli. Við sækjumst eftir ástríðufullum einstaklingum sem deila okkar sýn og áhuga til að skapa líf án takmarkana fyrir viðskiptavini okkar.
Okkar umhverfi hentar einstaklingum sem eru hugmyndaríkir, hugrakkir, hugsa til framtíðar og vilja upplifa að framlag þeirra skipti máli.

Vöxtur og starfsþróun


Við erum meðvituð um mikilvægi endurmenntunar starfsfólks og starfsþróun. Við leggjum áherslu á að að starfsfólk sé vel upplýst og meðvitað um nýjungar í sinni starfsgrein þannig að fyrirtækið sé ávallt fremst á sínu sviði. Við berum sjálf ábyrgð á því að fylgjast með nýjungum í starfsgrein okkar. Til að fyrirtækið geti vaxið, þróast og haldið samkeppnisforskoti í síbreytilegu alþjóðaumhverfi, er mikilvægt að starfsfólk okkar fái tækifæri og svigrúm til að bæta þekkingu sína og færni.

Jafnvægi vinnu og einkalífs


Við leggjum áherslu á að bjóða upp á umhverfi og sveigjanleika sem stuðlar að jafnvægi á milli vinnu og einkalífs.

Starfsánægja

Við framkvæmum vinnustaðagreiningar með reglubundnum hætti með það að markmiði að hlúa að starfsfólki, viðhalda hvetjandi og góðu starfsumhverfi og vinna stöðugt að umbótum of framþróun á vinnustað okkar. Starfsánægja hefur heilt yfir alltaf verið há hjá fyrirtækinu og starfsfólk upplifir ríkan tilgang með starfi sínu í þeim geira sem við störfum.

Embla Medical | Össur - Mannauðsdeild

Mannauðsdeild fyrirtækisins leggur áherslu á að veita núverandi og mögulegu framtíðarstarfsfólki fyrirtækisins framúrskarandi þjónustu og stuðning. Mannauðsdeildin er staðsett í höfuðstöðum fyrirtækisins að Grjóthálsi 5. Hægt er að senda fyrirspurnir og nálgast okkur með því að senda tölvupóst á netfangið [email protected]

Ef þú telur okkar vinnustað geta hentað þínum gildum, viðhorfi og hæfni, endilega sendu inn starfsumsókn í gegnum umsóknarkerfi fyrirtækisins:  Workday