Hjá Össuri færðu sérhæfða þjónustu og faglega ráðgjöf við val á viðeigandi skó- og/eða innleggjalausnum.

Notkun rétts skófatnaðar og innleggja getur komið í veg fyrir ýmis vandamál tengd stoðkerfinu og margs konar kvillum á helstu álagspunktum líkamans (eins og t.d. mjóbaki, hnjám, ökklum og fótum).

Tilgangur með notkun innleggja getur verið margvíslegur og því eru til mismunandi tegundir af innleggjum eftir því hvaða markmiðum þeim er ætlað að ná. Ef einstaklingur verður var við þreytu í fótum eða óþægindi af einhverju tagi er ástæða til að skoða það hvort innlegg geti hjálpað.

Innlegg, heilsuskór og bæklunarskór

Hægt er að fá alhliða lausn, allt frá tilbúnum innleggjum og heilsuskóm yfir í sérsmíðaðar lausnir fyrir hvern og einn og allt þar á milli.

Össur er með samning við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ), en í mörgum tilfellum greiðir SÍ hluta af kostnaði við kaup á skóm og innleggjum. Til þess þarf að fá umsókn frá lækni.

Sérfræðingar Össurar leiðbeina fúslega um val á skóm/innleggjum, m.a. með tilliti til samnings SÍ.