Nýtt nafn. Sama teymið.

Þriðjudaginn 20. maí 2025 tók Stoðtækjaþjónusta Össurar upp nýtt nafn: ForMotion Stoðtækjaþjónusta.

Þessi nafnabreyting markar nýjan kafla í fimm áratuga sögu stoðtækjaþjónustu Össurar á Íslandi. ForMotion er alþjóðlegt net stoðtækjaþjónustuaðila í eigu Emblu Medical, móðurfélags Össurar.

Þú munt taka eftir nokkrum sjónrænum breytingum. Vörumerkið okkar, bæklingar og aðrar merkingar og samskipti munu fá nýtt útlit og verða uppfærð með nýju nafni okkar og hönnun. Þegar þú hefur samband við okkur, kynnum við okkur sem ForMotion Stoðtækjaþjónusta.

Undir nýju nafni mun sama reynslumikla teymið veita viðskiptavinum alhliða stoðtækjaþjónustu og sérfræðiráðgjöf í vali og sérsmíði á stoðtækjum og spelkum frá Össuri og öðrum framleiðendum, allt eftir þínum þörfum. Með þessu tengist stoðtækjaþjónustan okkar alþjóðlegu teymi sérfræðinga í sama fagi sem leiðir til enn betri þjónustu við skjólstæðinga okkar hér á landi.

Hvað verður um Össur?

Össur er stærsta vörumerkið okkar á heimsvísu fyrir stoð- og stuðningstækjavörur og það er óbreytt. Framleiðslan og starfsemin eins og við þekkjum hana hér á Íslandi er óbreytt. Á Íslandi rekum við nú móðurfélagið Embla Medical hf., vöruframleiðandann Össur Iceland ehf. og þjónustueininguna ForMotion Stoðtækjaþjónusta.

Ný heimasíða, www.formotion.is,  verður tilbúin á næstu vikum, en þangað til getur þú nálgast upplýsingar hér á www.ossur.is og á alþjóðlegri síðu ForMotion (á ensku), www.formotion.com.

Ertu með spurningar?

Ef þú hefur einhverjar spurningar, ekki hika við að hafa samband við starfsfólk ForMotion Stoðtækjaþjónustu. Við erum til þjónustu reiðubúin og hlökkum til að taka á móti ykkur á þessum tímamótum í sögu stoðtækjaþjónustunnar.


Samkvæmt fyrirtækjaskrá verður áfram sama kennitalan 450320-0720 en nafnið breytist í ForMotion Iceland ehf.