Persónuverndarstefna Össurar


Inngangur

Við hjá Össuri gerum okkur grein fyrir því að þér sé umhugað um persónuupplýsingar þínar. Við tökum hlutverki okkar sem sem ábyrgðar- og/eða vinnsluaðili þeirra upplýsinga alvarlega. Með þessari persónuverndarstefnu er markmið okkar að gera þér grein fyrir aðferðum Össurar þegar kemur að söfnun og vinnslu persónuupplýsinga, hvernig við tryggjum slíka söfnun og vinnslu og hver lagaleg réttindi þín eru tengt vinnslu okkar á þínum upplýsingum. Endrum og sinnum kunnum við að uppfæra þessa persónuverndarstefnu, þá helst þegar við tökum upp nýjar aðferðir eða innleiðum ný viðmið til að tryggja öryggi og vinnslu persónuupplýsinga.

Vinsamlegast athugaðu að í Textaskýringum hér að neðan má finna skilgreiningar á þeim hugtökum sem notuð eru í þessari persónuverndarstefnu.

1. Mikilvægar upplýsingar og hver við erum

Tilgangur þessa persónuverndarstefnu

Tilgangur þessa persónuverndarstefnu er að draga upp heildstæða mynd af hvernig Össur bæði safnar og vinnur persónuupplýsingar þegar þú notar þjónustu okkar og vörur, þar með talið allar þær upplýsingar sem þú veitir okkur þegar þú verslar af okkar vörur, nýtir þér þjónustu okkar, forrit eða hugbúnað.
Það er mikilvægt að þú lesir þessa persónuverndarstefnu með hliðsjón af öllum öðrum persónuverndarstefnum sem við kunnum að birta í samskiptum okkar við þig, t.d. er tengjast forritum okkar eða sérstökum þjónustum.
Athugaðu að þessi persónuverndarstefna kemur til viðbótar við aðrar persónuverndartilkynningar eða persónuverndarstefnur og kemur ekki þeirra í stað.

Ábyrgðaraðili

Þar sem Össur samanstendur af ýmsum lögpersónum er þessi persónuverndarstefna gefin út af hálfu samstæðunnar Össur. Þetta þýðir að þegar við nefnum „Össur“, „við“, „okkur“ eða „okkar“ erum við að vísa til félags innan samstæðu Össurar sem er ábyrgðaraðili fyrir vinnslu persónuupplýsinga þinna.
Við höfum skipað persónuverndarfulltrúa sem mun hafa umsjón með öllum álitamálum og öllum þeim spurningum sem geta vaknað í tengslum við þessa persónuverndarstefnu sem og vinnslu þinna upplýsinga. Ef þú hefur einhverjar spurningar eða kýst að nýta þér einhverra þeirra réttinda sem tengjast þínu persónuupplýsingum hafðu samband við persónuverndarfulltrúa okkar, en tengiliðsupplýsingar persónuverndarfulltrúa okkar má finna hér að neðan.

Tengiliðsupplýsingar

Ef þú hefur einhverjar spurningar um þessa persónuverndarstefnu eða hvernig við umgöngumst þínar persónuverndarupplýsingar, vinsamlegast hafðu samband við persónuverndarfulltrúa okkar:

Össur hf. 
Grjótháls 5, 110 Reykjavík, Iceland 
[email protected] 

Breytingar á persónuverndarstefnunni og þín skylda til að upplýsa okkur um breytingar

Við endurskoðum persónuverndarstefnu okkar reglulega. Þessi útgáfa var síðast uppfærð þann 29. nóvember 2019.  
Það er mikilvægt að þær persónuupplýsingar sem við geymum um þig séu réttar og gildar á hverjum tíma. Vinsamlegast láttu okkur vita ef persónugögn þín breytast á meðan á viðskiptasambandi okkar stendur.

Hlekkir þriðja aðila

Vefsíður okkar og forrit geta innihaldið hlekki sem leiða áfram á vefsíður, tengiforrit eða forrit þriðja aðila. Með því að smella á þessa hlekki eða með því að virkja þessar tengingar getur þriðja aðila verið heimilt að safna og deila gögnum um þig. Við hvetjum þig því til að lesa allar persónuverndarstefnur á öllum vefsíðum sem þú heimsækir eða forritum sem þú notar þegar þú yfirgefur vefsíðu okkar.

2. Gögnin sem við söfnum um þig

Persónuupplýsingar, eða persónugögn, merkir allar persónugreinanlegar upplýsingar eða gögn. Sé ekki hægt að tengja gögnin persónu (nafnlaus gögn) teljast þau ekki sem persónugreinanleg.


Komið getur til þess að Össur safni, noti, varðveiti og flytji mismunandi tegundir af persónuupplýsingum tengdum þér. Þessar persónuupplýsingar höfum við flokkað með eftirfarandi hætti: 

 • Auðkennisupplýsingarinnihalda skírnarnafn, millinafn, eftirnafn, notendanafn eða sambærilegt auðkenni, titil, fæðingardag og kyn
 • Tengiliðsupplýsingar innihalda heimilisfang greiðanda, heimilisfang móttakanda, tölvupóstfang og símanúmer.
 • Fjárhagsupplýsingar innihalda banka- og kortaupplýsingar.
 • Færsluupplýsingar innihalda upplýsingar um greiðslu til og frá þér og aðrar upplýsingar um þær vörur og þjónustu sem þú hefur verslað hjá okkur.
 • Notendaupplýsingar innihalda notendanafn og lykilorð, kaup eða pantanir þínar, áhugasvið þitt á vöruframboði okkar, stillingar, endurgjöf og svör við könnunum
 • Notkunarupplýsingar innihalda upplýsingar um hvernig þú notar vefsíðu okkar, vörur, forrit og þjónustur.
 • Markaðs- og samskiptaupplýsingar innihalda upplýsingar um hvort þú hafir samþykkt að móttaka markaðsefni frá okkur og þriðja aðila, og þá hvaða markaðsefni. Einnig upplýsingar um með hvaða hætti þú vilt eiga samskipti við okkur.

Sérstakir flokkar persónuupplýsinga

Þar sem bæði þjónusta og vörur Össurar eru oft tengdar með beinum hætti við heilbrigðisástand viðskiptavina okkar getur komið til þess að við tökum á móti persónuupplýsingum sem falla undir sérstaka flokka persónuupplýsinga (þar með talið heilsufarsupplýsingar). Slíkar upplýsingar komast einungis í okkar vörslu ef þú veitir okkur þær upplýsingar þegar þú verslar hjá okkur vörur, notar þjónustu okkar og/eða forrit og/eða slíkar upplýsingar eða ef þær eru veittar af heilbrigðisstarfsfólki eða stofnunum sem þú hefur veitt heimild til að skrá persónuupplýsingar fyrir þína hönd á okkar vefsíðum, kerfum eða forritum.

Ef þú lætur hjá líða að veita persónuupplýsingar

Ef þú lætur hjá líða að veita persónuupplýsingar þínar þegar við höfum óskað eftir þeim, í þeim tilgang að fullnægja lögbundinni skyldu okkar eða efna samningsskuldbindingar okkar samkvæmt gildandi samning okkar við þig eða í miðri samningaumleitan (til að mynda samning um að veita þér vörur eða þjónustu), getur sú vanræksla leitt til ógildingar samningsins. Við munum þó ávallt gera þér viðvart ef svo ber undir.

3. Hvernig er persónuupplýsingum þínum safnað?

Við notum mismunandi aðferðir til að safna gögnum frá þér og um þig, meðal annars með:

 • Beinum samskiptum. Þú veitir okkur auðkennis-, tengiliðs-, heilsu- og fjárhagsupplýsingar með því að fylla út eyðublöð eða eiga samskipti við okkur í gegnum bréfsendingar, síma, tölvupóst eða öðrum leiðum. Þú veitir okkur persónuupplýsingar með beinum samskiptum þegar þú:
  undefinedundefinedundefinedundefinedundefinedundefinedundefined
 • Sjálfvirkri tækni eða samskiptum. Vefsíður okkar og forrit safna með sjálfvirkum hætti tæknilegra upplýsinga um tækið þitt, vafraaðgerðir og hegðunarmynstur. Við notum kökur, netþjónafærslur og aðra sambærilega tækni til að safna þessum persónuupplýsingum. Við getum einnig móttekið tæknilegar upplýsingar um þig ef þú heimsækir aðrar vefsíður sem hýsa kökurnar okkar. Vinsamlegast sjáðu kökustefnu okkar hér (LINK) fyrir nánari upplýsingar.
 • Forrit. Þegar þú notar forritin okkar söfnum við upplýsingum í tengslum við notkun þína, þar með talið upplýsingar sem auðkenna þig með beinum eða óbeinum hætti ef þú ákveður að deila þeim. Þá fáum við upplýsingar þegar þú skráir þig í fyrsta sinn eða skráir þig inn á forritin okkar, ásamt upplýsingum um notkun þína á forritum okkar, það er:
  undefinedundefinedundefinedundefined
 • Þriðju aðilar og upplýsingar sem eru aðgengilegar öllum.
 • Möguleiki er á að við söfnum persónuupplýsingum þínum ef þær hafa verið gerðar opinberar. Eins gætu hinir ýmsu þriðju aðilar, til að mynda greiningarþjónustur, auglýsingakerfi og/eða leitarvélar veitt slíkar upplýsingar
  undefined
 • Tengiliðs-, fjárhags- og færsluupplýsingar (ef við á) frá tækni-, greiðslu- og sendingarþjónustuaðilum.

4. Hvernig við notum persónuupplýsingar þínar

Þínar persónuupplýsingar eru einungis unnar ef lagaheimild er fyrir vinnslunni. Algengustu ástæðurnar fyrir því að við vinnum þínar persónuupplýsingar eru:

 • Þegar við þurfum að efna samningsskyldur okkar samkvæmt gildandi samning þig eða í miðri samningaumleitan.
 • Þegar slíkt er nauðsynlegt vegna lögmætra hagsmuna okkar (eða þriðja aðila) og þínir hagsmunir eða grundvallarréttindi vega ekki þyngra.
 • Þegar við þurfum að fullnægja lögbundinni skyldu.
 • Þegar við höfum fengið samþykki þitt fyrir vinnslu upplýsinganna.

Smelltu hér til að afla þér meiri upplýsinga um þá lagagrundvelli sem við byggjum vinnslu á persónuupplýsingum þínum á.

Tilgangur vinnslu persónuupplýsinga þinna

Í meðfylgjandi töflu má finna upplýsingar um í hvaða tilgang við munum vinna persónuupplýsingar þínar, á hvaða lagagrundvelli við gerum það og hverjir okkar lögmætu hagsmunir eru ef svo á við.

Vinsamlegast athugaðu að vinnsla persónuupplýsinga þinna getur verið byggð á fleiri en einum lagagrundvelli, en það fer eftir þeim tilgang sem upplýsingar þínar þjóna hverju sinni. Vinsamlegast hafðu samband ef þú vilt fá nánari upplýsingar um á hvaða lagagrundvelli vinnsla upplýsinga þinna byggist á ef taflan hér að neðan tilgreinir fleiri en einn lagagrundvöll.

Tilgangur vinnsluTegund upplýsingaLagagrundvöllur fyrir vinnslu - þar með talinn grundvöllur lögmætra hagsmuna.

Að skrá þig sem nýjan viðskiptavin.

(a) Auðkennis.
(b) Tengiliðs.

Efna samningsskyldur okkar við þig.

Afgreiðsla og afhending pöntunar þinnar, þar með talið:
(a) umsjón með greiðslum.
(b) innheimta útistandandi reikninga.

(a) Auðkennis.
(b) Tengiliðs.
(c) Fjárhagslegar.
(d) Færslu.
(e) Markaðs- og samskipta.
(f) Heilsu.

(a) Efna samningsskyldur okkar við þig.
(b) Nauðsyn vegna lögmætra hagsmuna okkar (að innheimta útistandandi reikninga).
(c) Samþykki þitt.

Til umsjónar viðskiptasambands okkar við þig sem felur í sér að:
(a) upplýsa um breytingar á skilmálum okkar eða persónuverndarstefnum.
(b) óska eftir umsögn eða þátttöku þinni í könnunum.
(c) bregðast við kvörtunum, vöruskilum og ábyrgðarkröfum.

(a) Auðkennis.
(b) Tengiliðs.
(c) Notenda.
(d) Markaðs- og samskipta.

(a) Efna samningsskyldur okkar við þig.
(b) Nauðsyn til að fullnægja lögbundinni skyldu okkar.
(c) Nauðsyn vegna lögmætra hagsmuna okkar (til að skilja hvernig viðskiptavinir nota vörurnar okkar og þjónustu auk þess að viðhalda áreiðanleika gagnanna).

Til að gera þeir kleift að taka þátt í vinningsleikjum, keppnum og könnunum. 

(a) Auðkennis.
(b) Tengiliðs.
(c) Notenda.
(d) Notkunar.
(e) Markaðs- og samskipta.

(a) Efna samningsskyldur okkar við þig.
(b) Nauðsynlegt vegna lögmætra hagsmuna okkar (til að skilja hvernig viðskiptavinir nota vörurnar okkar og þjónustu, til þróunar á vörum okkar og þjónustu og til að efla starfsemi okkar).

Til að framkvæma rannsóknir með það að markmiði að betrumbæta og þróa vörurnar okkar.

(a) Auðkennis.
(b) Tengiliðs.
(c) Fjárhagslegar.
(f) Heilsu.

(a) Samþykki þitt.
(b) Nauðsyn til að fullnægja lögbundinni skyldu okkar.
(c) Nauðsyn vegna lögmætra hagsmuna okkar (til að við getum gert áframhaldandi rannsóknir og þróanir á vörunum okkar).

Til að hafa umsjón með og vernda fyrirtækið og þjónustu okkar (þar á meðal bilanagreining, gagnagreiningar, prófanir, kerfisviðhald, kerfishjálp, skýrslugjöf og gagnahýsing).

(a) Auðkennis.
(b) Tengiliðs.
(c) Tæknilegar.

(a) Nauðsyn vegna lögmætra hagsmuna okkar (til að reka fyrirtækið, hafa umsjón með tölvu- og stjórnkerfisþjónustu, í þágu netöryggis, til að koma í veg fyrir fjársvik og vegna endurskipulagningar innan fyrirtækisins)
(b) Nauðsynlegt til að fullnægja lögbundinni skyldu okkar.

Til að koma markaðsefni og auglýsingum til þín sem og mæla og leitast við að skilja skilvirkni auglýsinganna.

(a) Auðkennis.
(b) Tengiliðs.
(c) Notenda.
(d) Notkunar.
(e) Markaðs- og samskipta.
(f) Tæknilegar.

(a) Samþykki þitt.
(b) Nauðsynlegt vegna lögmætra hagsmuna okkar (til að skilja hvernig viðskiptavinir okkar nota vörur okkar og þjónustu, þróa vöruframboð, efla starfsemina og þróa markaðsstefnu).

Til að nota gagnagreiningar til að betrumbæta vefsíður okkar, vörur og þjónustu, markaðsefni, sambönd við viðskiptavini og upplifanir.

(a) Tæknilegar.
(b) Notkunar.

(a) Samþykki þitt.
(b) Nauðsynlegt vegna lögmætra hagsmuna okkar (til að skilgreina tegundir viðskiptavina fyrir vörur okkar og þjónustu, til að halda þjónustu okkar uppfærðri, til að þróa starfsemi okkar og til að uppfæra markaðsstefnu okkar).

Til að koma með tillögur að vörum eða þjónustu sem gætu vakið áhuga þinn.

(a) Auðkennis.
(b) Tengiliðs.
(c) Tæknilegar.
(d) Notkunar.
(e) Notenda.
(f) Markaðs- og samskipta.

(a) Samþykki þitt.
(b) Nauðsynlegt vegna lögmætra hagsmuna okkar (til að þróa vörur okkar og þjónustu og efla starfsemi okkar).

Til að fara yfir umsóknir og geyma þær ef ske kynni að störf losni.

(a) Auðkennis.
(b) Tengiliðs.
(c) Upplýsingar sem þú veitir ekki um þína menntun og reynslu.

(a) Efna samningsskyldur okkar við þig.
(b) Nauðsynlegt vegna lögmætra hagsmuna okkar (til að ráða inn nýtt starfsfólk).
(c) Samþykki þitt
(d) Nauðsynlegt til að fullnægja lögbundinni skyldu okkar.

Markaðssetning 

Við leitumst eftir að veita þér valkosti varðandi tiltekna notkun persónuupplýsingar, sérstaklega varðandi notkun í markaðs- og auglýsingaskyni.

Kynningar í markaðsskyni

Össur kann að nota auðkennis-, tengiliðs-, tæknilegar-, notkunar- og notendaupplýsingar til að mynda okkur skoðun um hvaða vörur eða þjónustur við höldum að þú viljir eða þurfir, og hvað myndi vekja áhuga þinn. Með þessum hætti ákvörðum við hvaða vörur, þjónustu og kynningar geta höfðað til þín (við köllum þetta markaðssetningu).
Við kunnum að senda þér markaðsefni ef þú hefur óskað eftir slíku frá okkur.

Afturköllun samþykkis

Þú hefur ávallt rétt til þess að afturkalla samþykki þitt fyrir því að við sendum þér markaðsefni. Það má gera með því að smella á afskráningarhlekk sem má finna í markaðsskilaboðunum eða með því að hafa samband við okkur hvenær sem er.
Afturkallirðu samþykki þitt fyrir vinnslu persónuupplýsinga tengt móttöku markaðefnis mun sú afturköllun ekki eiga við um persónuupplýsingar sem þú veittir okkur við vöru- eða þjónustukaup, ábyrgðarskráningu, reynslu þína á vörum okkar eða þjónustu eða við önnur tilefni.

Kökur

Þú getur stillt vafrann þinn með þeim hætti að hann hafnar öllum eða einhverjum vafrakökum, eða tilkynnir þér þegar vefsíður koma kökum. Vinsamlegast athugaðu að ef þú aftengir eða hafnar kökum getur það leitt til þess að hlutar vefsíðna okkar verði óaðgengilegir eða starfi ekki með fullnægjandi hætti. Fyrir frekari upplýsingar um notkun okkar á kökum, vinsamlegast skoðaðu kökustefnu okkar hér.

5. Deiling á persónuupplýsingum þínum

Komið getur til þess að við deilum persónuupplýsingum þínum með eftirtöldum aðilum í þeim tilgang sem tilgreindur er í töflunni í kaflanum Tilgangur vinnslu persónuupplýsinga þinna hér að ofan:

 • Þjónustuaðilum sem veita tölvu- og kerfisstjórnunarþjónustur í tengslum við samningsamband okkar við þig.
 • Félögum innan samstæðu Össurar.
 • Þriðju aðilum utan starfseminnar, eins og þeir eru skilgreindir í Þriðju aðilar utan sarfseminnar hér að neðan.

Við skyldum alla þriðju aðila til að virða öryggi persónuupplýsinga þinna og til að meðhöndla þær í samræmi við lög. Við heimilum ekki þjónustuaðilum þriðja aðila til að nota persónuupplýsingar þínar í eigin þágu og við heimilum þeim eingöngu að vinna persónuupplýsingar þínar í tilteknum tilgangi og í samræmi við leiðbeiningar okkar.

6. Öryggi persónuupplýsinga

Við höfum gert viðeigandi öryggisráðstafanir til að koma í veg fyrir að persónuupplýsingar þínar glatist fyrir slysni, verði notaðar eða birtar af aðilum sem ekki hafa til þess heimild eða breytt með ólögmætum hætti. Þar að auki takmörkum við aðgengi að persónuupplýsingum þínum að þeim starfsmönnum, fulltrúum og verktökum og öðrum þriðju aðilum sem hafa viðskiptalegar ástæður fyrir aðgengi að upplýsingunum. Þessir einstaklingar munu einungis vinna persónuupplýsingar þínar samkvæmt okkar leiðbeiningum og eru bundnir trúnaðarskyldu.


Við höfum gert ráðstafanir til að takast á við allar grunsemdir um öryggisbrot við meðferð persónuupplýsinga og munum gera þér og viðeigandi eftirlitsstofnun viðvart þegar okkur ber skylda til þess.

7. Varðveisla persónuupplýsinganna

Hversu lengi munum við nota persónuupplýsingar þínar?

Við munum einungis varðveita persónuupplýsingar þínar svo lengi sem það er nauðsynlegt til að þjóna þeim tilgangi sem við söfnuðum þeim í, meðal annars til að fullnægja kröfum sem gerðar eru í lögum, reglugerðum, við endurskoðun eða skýrslugjöf. Við getum varðveitt persónuupplýsingar þínar yfir lengri tíma ef upp kemur kvörtun eða við höfum höfum rökstuddan grun um að líkur séu á málaferlum í kjölfar viðskiptasambands okkar við þig.
Við ákvörðun á varðveislutíma gagnanna tökum við tillit til magns, eðlis og viðkvæmni persónuupplýsinga, ásamt mögulegu tjóni sem myndi hljótast af óheimilli notkun eða birtingu upplýsinganna, tilgangi vinnslunnar og hvort við getum náð þessum tilgangi með öðrum hætti og að lokum kröfur sem gerðar eru í lögum, reglugerðum, við endurskoðun og svo framvegis.
Við ákveðnar aðstæður kunnum við að gera persónuupplýsingar þínar nafnlausar (svo þær beri ekki lengur auðkenni þitt) í rannsóknar- og tölfræðilegum tilgangi. Ef svo ber undir er okkur heimilt að nota þær nafnlausu upplýsingar um óákveðinn tíma án þess að gera þér viðvart.

8. Lagaleg réttindi þín

Við ákveðnar aðstæður átt þú rétt samkvæmt persónuverndarlögum í tengslum við þínar persónuupplýsingar. Vinsamlegast smelltu á tenglana hér að neðan til afla þér frekar upplýsinga um réttindi þín:

 • Óska eftir aðgang að persónuupplýsingum þínum.
 • Óska eftir leiðréttingu á persónuupplýsingum þínum.
 • Óska eftir eyðingu persónuupplýsinga þinna.
 • Mótmæla vinnslu persónuupplýsinga þinna.
 • Óska eftir stöðvun á vinnslu persónuupplýsinga þinna.
 • Óska eftir flutningi á persónuupplýsingum þínum.
 • Rétturinn til að afturkalla samþykki þitt.

Kjósir þú að neyta einhverra réttinda þinna geturðu haft beint samband í gegnum [email protected]

Almennt endurgjaldslaust

Þú þarft almennt ekki að greiða fyrir aðgang að persónuupplýsingum þínum (eða almennt til að neyta réttinda þinna). Hinsvegar ef beiðnin er augljóslega of umfangsmikil og tilhæfulaus getur komið til þess að við tökum sanngjarnt gjald fyrir eða að öðrum kosti höfnum beiðninni.

Hvers við gætum óskað eftir frá þér

Til þess að staðreyna auðkenni þitt og tryggja rétt þinn til aðgengis upplýsinga (eða til að neyta annarra réttinda þinna) kunnum við að óska eftir tilteknum upplýsingum frá þér. Upplýsingaöflunin er öryggisráðstöfun til að tryggja að persónuupplýsingar séu ekki veittar öðrum aðila en þeim sem á rétt til þess. Við getum einnig haft samband við þig til að óska frekari upplýsinga í tengslum við beiðni þína í því skyni að flýta fyrir afgreiðslu beiðninnar.

Svartími

Við reynum að svara öllum lögmætum beiðnum innan eins mánaðar. Í undantekningartilvikum getur svar okkar borist að mánuði liðnum ef beiðnin er sérstaklega flókin eða margliða, en við munum þá gera þér viðvart og uppfæra þig um stöðu mála ef svo ber undir.

Lagaleg réttindi þín

Þú átt rétt til að:

Óska eftir aðgang að persónuupplýsingum þínum (almennt þekkt sem „aðgangsbeiðni skráðs aðila“). Beiðnin gerir þér kleift að fá afrit af þeim persónuupplýsingum sem við varðveitum um þig og til að athuga hvort við erum að vinna upplýsingarnar með lögmætum hætti.

Óska leiðréttingar á þeim persónuupplýsingum sem við geymum um þig. Þetta gerir þér kleift að leiðrétta ófullnægjandi eða rangar upplýsingar um þig. Vinsamlegast athugaðu að við getum þurft að staðfesta réttmæti upplýsinganna sem þú veitir okkur.

Óska eftir eyðingu persónuupplýsinga þinna. Rétturinn gerir þér kleift að biðja okkur um að eyða eða fjarlægja allar persónuupplýsingar þegar við höfum ekki réttmæta ástæðu fyrir áframhaldandi vinnslu upplýsinganna. Þú átt einnig rétt á að óska eftir eyðingu persónuupplýsinga þegar þú hefur mótmælt vinnslu upplýsinganna, þegar við höfum unnið persónuupplýsingarnar með ólögmætum hætti eða þegar við höfum lögbundna skyldu til að eyða upplýsingunum þínum. Vinsamlegast athugaðu að í vissum tilfellum getum við ekki orðið við beiðni þinni um eyðingu gagna vegna tiltekna lagalegra ástæðna sem við munum upplýsa þig um, ef við á.

Mótmæla vinnslu persónuupplýsinga þinna þegar vinnsla okkar á persónuupplýsingunum byggist á lögmætum hagsmunum okkar (eða þriðja aðila) og þú vilt mótmæla vinnslunni á þessum grundvelli vegna sérstakra aðstæðna þar sem þér finnst vinnslan hafa áhrif á grundvallarréttindi þín og frelsi. Þú átt einnig rétt á að mótmæla þegar við erum að vinna persónuupplýsingar þínar í beinum markaðstilgangi.

Óska eftir stöðvun á vinnslu persónuupplýsinga þinna. Rétturinn gerir þér kleift að óska eftir stöðvun á vinnslu persónuupplýsinga þinna við eftirfarandi aðstæður:

 • Þú vilt staðfesta að upplýsingarnar séu réttar.
 • Þegar notkun okkar á upplýsingunum er ólögmæt, en þú vilt þó ekki að við eyðum þeim
 • Þegar þú vilt að við varðveitum gögnin jafnvel þó við þurfum ekki lengur á þeim að halda þar sem þú þarft á þeim að halda til að nýta eða verja lagalegar kröfur þínar.
 • Þú hefur mótmælt notkun okkar á persónuupplýsingum þínum, en við verðum að staðhæfa hvort við höfum lögmæta hagsmuni sem vega þyngra til að nota þær.

Óska eftir flutningi á persónuupplýsingum þínum til þín eða þriðja aðila. Við munum veita þér, eða þriðja aðila, sem þú hefur valið, persónuupplýsingar þínar á almennt notuðu og lesanlegu skráarsniði. Vinsamlegast athugaðu að þessi réttur á einungis við um sjálfvirkar upplýsingar sem þú upphaflega veittir samþykki þitt fyrir notkun okkar eða þar sem við notuðum upplýsingarnar til að efna samningsskyldur okkar.

Afturkalla samþykki þitt hvenær sem er þegar grundvöllur fyrir vinnslu persónuupplýsinganna er samþykki þitt. Hins vegar mun afturköllunin ekki hafa nein áhrif á lögmæti vinnslunnar sem átti sér stað áður en þú afturkallaðir samþykki þitt. Ef þú afturkallar samþykki þitt getur það leitt til þess að okkur verði ekki fært að selja þér ákveðnar vörur eða veita vissa þjónustu. Við munum gera þér viðvart ef svo er þegar þú afturkallar samþykki þitt.

9. Textaskýringar

Lögmætur grundvöllur

Lögmætir hagsmunir merkir hagsmunir fyrirtækisins. Hagsmunir okkar snúa að starfseminni og að henni sé stjórnað með þeim hætti að fyrirtæki okkar sé kleift að veita þér bestu vörur og þjónustu mögulega. Við höfum möguleg áhrif vinnslu persónuupplýsinga þinna á þig og þín réttindi að leiðarljósi við ákvarðanatöku er varðar vinnslu persónuupplýsinga í þágu lögmætra hagsmuna okkar. Við jafnframt tryggjum að þær verði ekki notaðar þegar áhrif vinnslunnar á þig vega þyngra en okkar hagsmunir (nema við höfum samþykki þitt, erum lagalega skyld til þess eða á grundvelli lagalegrar heimildar). Þú getur nálgast frekari upplýsingar um hvernig matið á okkar lögmætu hagsmunum, andspænis mögulegum áhrifum vinnslunnar á þig fer fram, með því að hafa samband við okkur.

Efna samningsskyldur okkar merkir að vinna upplýsingar þegar slíkt er nauðsynlegt fyrir okkur til að efna samninga sem þú ert aðili að eða við samningsumleitan.

Fullnægja lögbundinni skyldu okkar merkir að vinna persónuupplýsinga þínar þegar mælt er fyrir slíkri vinnslu í lögum.

Þriðji aðili

Þriðji aðili innan okkar starfsemi 

Önnur fyrirtæki innan samstæðu Össurar (starfa sem sameiginlegir ábyrgðar- eða vinnsluaðilar).

Þriðji aðili utan okkar starfsemi

 • Þjónustuaðilar sem veita okkur tölvu- og kerfisstjórnunarþjónustu.
 • Atvinnuráðgjafar sem veita okkur ráðgjafa-, banka-, lögfræði-, trygginga- og endurskoðunarþjónustu.