Össur hóf starfsemi sem stoðtækjaverkstæði og var stofnað á Íslandi árið 1971 af Össuri Kristinssyni stoðtækjafræðingi. Að auki komu að stofnun fyrirtækisins félögin Sjálfsbjörg, Landssamband fatlaðra, SÍBS, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra og Styrktarfélag vangefinna.

Í dag er Össur alþjóðlegt heilbrigðistæknifyrirtæki sem hannar og framleiðir stoðtæki, spelkur og stuðningsvörur með það að markmiði að bæta hreyfanleika fólks. Einkunnarorð fyrirtækisins, Life without Limitations, eða Líf án takmarkana, er miklu meira en slagorð. Það er til marks um framtíðarsýn og leiðarljós allra í fyrirtækinu sem grundvallast á umhyggju fyrir fólki og áhuga á að bæta líf þeirra sem þess þarfnast.

Take that first step.
Surprise yourself.
Dance to your favorite song.
Play your favorite sport.
Do the activities you love.
Chase your dreams… And catch them!

#LifeWithoutLimitations