Okkur er annt um umhverfið og við tökum ábyrgð okkar alvarlega. Við vinnum að því að minnka kolefnisspor okkar á virkan hátt og í tilefni 50 ára afmælis fyrirtækisins, þá varð Össur fyrst kolefnishlutlaust árið 2021.

Kolefnishlutlaust fyrirtæki

First climate

Össur er í samstarfi við First Climate, leiðandi þjónustuaðila um stjórnun kolefnislosunar, við að ná fram kolefnishlutleysi.

Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna

Markmið 13: Aðgerðir í loftlagsmálum

Við munum vinna að því að draga úr losun á virkan hátt, og nota rafmagn frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Við munum jafna út restina af losuninni með því að styðja við verkefni sem draga úr losun.

Hvernig náum við kolefnishlutleysi?


Drögum úr losun gróðurhúsalofttegunda frá starfsemi okkar

Bætum orkunýtingu á starfsstöðvum okkar

Kaupum raforku sem framleidd er með endurnýjanlegum orkugjöfum

Jöfnum út restina af losuninni með því að styðja við verkefni sem draga úr losun

Hvað þýðir að verða kolefnishlutlaus?

Kolefnishlutleysi er hugtak sem notað er til að lýsa stöðu einingar, svo sem fyrirtækis, þjónustu, vöru eða atburðar, þar sem kolefnislosun þess hefur verið jafnað út með fjármögnun verkefna sem forðast eða binda kolefnislosun. Þessi sparnaður myndast með fjármögnun verkefna, svo sem endurnýjanlegri orku og orkunýtingarverkefnum, um allan heim.

Af hverju vill Össur vera kolefnishlutlaust fyrirtæki?

Sem alþjóðlegt fyrirtæki berum við ábyrgð gagnvart viðskiptavinum, starfsmönnum, og hluthöfum okkar, sem og heiminum öllum, að grípa til afgerandi aðgerða vegna loftlagsbreytinga og leggja þannig okkar að mörkum til sjálfbærrar þróunar. Við tökum ábyrgð okkar á umhverfisáhrifum fyrirtækisins alvarlega og það að vera kolefnishlutlaus spilar lykilhlutverk í stefnu okkar um sjálfbærni og samfélagsábyrgð (CSR).

Við viljum vera hluti af alþjóðlegri baráttu gegn loftlagsbreytingum og leggja okkar af mörkum til Heimsmarkmiða Sameinuðu Þjóðanna fyrir komandi kynslóðir. Við gerum okkur einnig grein fyrir að innri og ytri hagsmunaaðilar kjósa frekar að kaupa vörur og þjónustu frá fyrirtækjum sem eru meðvituð um sín umhverfisáhrif.

Hvað er innifalið í umfangi Össurar til að vera kolefnishlutlaus?

Í stuttu máli er það keypt orku- og eldsneytisnotkun, úrgangur, viðskiptaferðir, vöruflutningar og raforkunotkun hjá birgjum með fullunnar vörur.

Fylgst er með keyptu rafmagni, hita og kælingu í College Park,  Eindhoven, Foothill Ranch, Íslandi, Livingston, Manchester, Newburgh,  Orlando, Philadelphia og Tijuana. Rafmagnsnotkun þessara framleiðslu- og dreifingarstarfsstöðva er um 95% af orkukostnaði Össurar. Höfuðstöðvar og aðal stoðtækjaframleiðslustaður Össurar er á Íslandi þar sem raforkan kemur 100% frá endurnýjanlegum orkugjöfum, studd með upprunavottorðum. Árið 2020 bættum við raforkunotkun stoðtækjaverkstæða okkar inn í umfang raforku í fyrsta skipti, en þar starfa um 1000 manns um allan heim.

Frakt: Inniheldur allan flutning á hráefnum, dreifingu innan fyrirtækisins og dreifingu frá vöruhúsum til viðskiptavina.

Viðskiptaferðir: Fylgst er með losun gróðurhúsalofttegunda með alþjóðlegu ferðakerfi Össurar, Egencia.

Úrgangur: Nær yfir úrgangsgögn frá stærstu framleiðslu- og dreifingarstöðvum okkar.

Bílafloti: Gögn um eldsneytisnotkun bíla í eigu fyrirtækisins og leigða bíla.

Birgjar fullunninna vara: Nær yfir raforkunotkun birgja með fullunnar vörur í Asíu.

Við vinnum stöðugt að því að bæta yfirsýn á kolefnisspor fyrirtækisins og erum núna að greina hvernig á að mæla losun ferða starfsmanna til og frá vinnu, og losun frá vinnslu hráefna.

Hvernig er kolefnisspor Össurar reiknað?

Össur heldur utan um umhverfisþætti fyrirtækisins og losunin er reiknuð í umhverfisbókhaldi Össurar innanhúss og með ferðakerfi Össurar,  Egencia. Allir útreikningar eru samkvæmt aðferðum Greenhouse Gas Protocol.

Össur er í samstarfi við First Climate, leiðandi þjónustuaðila stjórnunar kolefnislosunar, til að ná fram kolefnishlutleysi. First Climate hefur farið yfir og staðfest alla losunarútreikninga.

Hvernig mun Össur verða kolefnishlutlaust?

Við munum vinna að því að draga úr losun á virkan hátt, og nota rafmagn frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Við munum jafna út restina af losuninni með því að styðja við verkefni sem draga úr losun. Verkefnin eru vottuð samkvæmt hæstu stöðlum á markaðinum og hafa bæði félagslegan og umhverfislegan ávinning í för með sér. Með því að bæta skilvirkni í rekstri er markmið okkar að draga úr losun frá starfsemi okkar um 10% árið 2021, miðað við árið 2019, og draga úr kostnaði á sama tíma.

Það verður alltaf einhver losun frá starfsemi Össurar sem ekki er hægt að koma í veg fyrir, og við bætum fyrir það með því að fjárfesta í verkefnum og lausnum til að draga úr losun. Öll þessi verkefni til að draga úr losun eru viðbót, sem þýðir að án þeirra tekna sem myndast við sölu vottorða, væru verkefnin ekki framkvæmanleg. Við erum stolt af því að geta stutt við metnaðarfull verkefni og verið hluti af alþjóðlegum orkuskiptum en fjárfestingar í verkefnum til að draga úr losun er síðasta skrefið í nálgun okkar þar sem markmiðið er alltaf að gera okkar besta hvað varðar að draga raunverulega úr losun okkar.

Hvað með restina af kolefnislosun Össurar, hvenær verður öll virðiskeðjan tekin með?

Við tökum eitt skref í einu og höfum lagt áherslu á þá umhverfisþætti sem hafa mesta áhættu. Árið 2020 var mörgum nýjum umhverfisþáttum bætt við umfang losunar og þannig fengum við bætta sýn á kolefnisspor fyrirtækisins. Takmarkandi þátturinn er yfirleitt aðgengi að gögnum. Það er nauðsynlegt að skilja kolefnisspor okkar til að grípa til sterkra aðgerða. Við teljum að það séu frekari tækifæri og við vinnum að því að skilja umhverfisáhrif allrar virðiskeðjunnar okkar. Við munum nota næstu ár til að meta og setja framtíðarmarkmið fyrir alla virðiskeðjuna.

Ætlar Össur að vera kolefnishlutlaust héðan í frá, eða bara árið 2021?

Já, við erum staðráðin í að halda áfram á okkar sjálfbærnivegferð og sýna þannig ábyrgð í verki. Við viljum halda áfram að draga úr kolefnisspori á virkan hátt og vera kolefnishlutlaus 2021 og það sem eftir er.