Þetta er íslensk hönnun

Össur
16-10-2023
News

Össur tekur þátt í verðlaunaátakinu “Þetta er íslensk hönnun” í þriðja sinn, sem mun fara fram vikuna 16.-22. október 2023.

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs sér um að framkvæma kynningarátakið, ásamt Brandenburg og Billboard, og tekur við keflinu af Eyjólfi Pálssyni í Epal sem átti upphaflega frumkvæði að átakinu.

Markmiðið er að auka sýnileika, vitund og virðingu fyrir íslenskri hönnun, en 60 ólíkar hönnunarvörur birtast á ljósaskiltum og strætisvagnaskýlum um allt höfuðborgarsvæðið í vikunni og sýna gæði og fjölbreytileika íslenskrar hönnunar.

Þetta stoðtæki, Proprio Foot®, er íslensk hönnun frá Össuri.

Íslensk hönnun lýsir upp borgina í október - Frétt frá Miðstöð hönnunar og arkitektúrs