Samfélagsviðurkenning Krabbameinsfélagsins fyrir Give Back verkefnið

Össur
27-05-2025
News

Krabbameinsfélagið hefur veitt Össuri og Emblu Medical samfélagsviðurkenningu fyrir Give Back sjálfboðaliðaverkefnið, en starfsfólk fyrirtækisins hefur undanfarin ár stutt við starfsemi félagsins með fjölbreyttum hætti.

 

Með þessari viðurkenningu vill Krabbameinsfélagið þakka fyrir dýrmætt framlag og vekja athygli á mikilvægi sjálfboðastarfs. Félagið hefur notið góðs af stuðningi frá Give Back verkefninu og metur hann mikils. Margrét Lára Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs, tók við viðurkenningunni fyrir hönd Össurar og Emblu Medical.