Römpum upp Reykjavík

Össur
11-03-2021
News

Össur gerist stofnaðili að Aðgengissjóði Reykjavíkur


Össur er stoltur stofnaðili að verkefninu “Römpum upp Reykjavík” sem kynnt var í Iðnó í dag af forseta Íslands Guðna Th. Jóhannessyni, Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Degi B. Eggertssyni borgarstjóra Reykjavíkur. Tilgangur nýstofnaðs Aðgengissjóðs Reykjavíkur er að auka aðgengi hreyfihamlaðra að þjónustu, verslun og veitingahúsum í Reykjavík. Verkefnið er hugarfóstur Haraldar Þorleifssonar, stjórnanda hjá Twitter og stofnanda hönnunarfyrirtækisins Ueno.

Fyrst um sinn munu áherslur sjóðsins snúa að verkefnum í miðborg Reykjavíkur og markmiðið er að koma upp eitt hundrað römpum í Reykjavík fyrir árslok.

Hlutverk Össurar er að bæta hreyfanleika fólks og auka lífsgæði þeirra sem glíma við líkamlegar hindranir. Á 50 ára afmælisári fyrirtækisins er ánægjulegt að geta lagt þessu verðuga verkefni lið.

Nánari upplýsingar um verkefnið má finn á www.rampur.is

Umfjöllun í fréttum:

- MBL

- RÚV

- Fréttablaðið

- Vísir

Edda H. Geirsdóttir, Haraldur Þorleifsson, Margrét Lára Friðriksdóttir og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.