Össur: Nýsköpun á verðlaunapalli
Mánudaginn 5. október kl. 12:00-13:00
Össur hefur í áraraðir unnið náið með afreksíþróttafólki um allan heim við hönnun hlaupafóta sem ítrekað hafa komið við sögu á verðlaunapöllum á Ólympíuleikum fatlaðra sem og heimsmeistaramótum.
Nýsköpunarvikan er ný hátíð í Reykjavík sem fer fram dagana 30. september -7. október 2020. Össur tekur þátt í dagskránni með viðburðinum Össur – Nýsköpun á verðlaunapalli mánudaginn 5. október nk frá kl 12:00-13:00.
Þar munu Hildur Einarsdóttir, Aron Kristbjörn Albertson, Sindri Páll Sigurðsson og Edda H. Geirsdóttir kynna þróunarstarfið þar sem gefst tækifæri á að skyggnast í verkfræðina á bak við hlaupafjaðrirnar, útlitshönnun og notkun þeirra. Einnig verður áheyrendum gefinn kostur á að kynnast vinnunni í kringum Team Össur, sem er hópur íþróttafólks í fremstu röð og má sjá þónokkur þeirra í nýlegri heimildarmynd Netflix, Rising Phoenix.
Össur – Nýsköpun á verðlaunapalli
Viðburðinum verður streymt á Teams:
Viðburður á Facebook:
Um Nýsköpunarvikuna:
Nýsköpunarvikan býður ykkur að skoða það helsta sem nýsköpunarlandið ísland hefur upp á að bjóða. Á hátíðinni, sem verður haldin dagana 30. september til 7. október, verða spennandi viðburðir, lausnarmót, pallborðsumræður, sýningar og fyrirlestrar sem tengjast nýsköpun. Frumkvöðlum og fyrirtækjum gefst tækifæri á að kynna þá skapandi starfsemi sem á sér stað á degi hverjum, opna dyrnar fyrir gestum og gangandi og vekja athygli á þeim framúrstefnulegu lausnum sem hafa sprottið upp úr íslensku hugviti. Nánar á www.nyskopunarvikan.is