Össur er kolefnishlutlaust fyrirtæki
Árið 2021, á 50 ára afmælisári félagsins, náði Össur þeim merka árangri að verða fyrsta stoðtækjafyrirtækið sem nær að kolefnisjafna rekstur sinn.
Umfang kolefnisbókhalds fyrirtækisins nær til orkunotkunar, alls flutnings og dreifingar hráefna og vara, viðskiptaferða starfsmanna, bílaflotans, og úrgangsmeðhöndlunar. Með skýrum markmiðum var hægt að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 47% og munaði þar mest um að kaup á raforku frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Auk þess er unnið að metnaðarfullum verkefnum til að bæta orkunýtingu á okkar stærstu starfsstöðum með góðum árangri. Össur hefur um árabil haft skýra umhverfisstefnu og unnið að því að draga úr umhverfisáhrifum fyrirtækisins. Auk kolefnishlutleysis vinnur fyrirtækið að því að draga úr umhverfisáhrifum sinna vara og að hvetja birgja sína til að taka ábyrgð á sínum umhverfisáhrifum.
Nánari upplýsingar um kolefnishlutleysi Össurar má finna hér, og Sjálfbærniskýrslu fyrirtækisins má finna hér.