Velkomin á nýja heimasíðu

Össur
29-05-2020
News

Við erum að uppfæra vefinn og við viljum gjarnan heyra frá þér.


Við höfum uppfært vefinn með nýju útliti, hönnun, uppfært leitarmöguleika og upplýsingar um vörur. Nú langar okkur að heyra frá þér.

Össur er með starfsemi í yfir 25 löndum og mikilvægt að sinna öllum helstu markaðssvæðum með markvissri upplýsingagjöf á vefnum. Undanfarna mánuði höfum við unnið með viðskiptavinum, notendum og öðrum hagsmunaaðilum víða um heim með það að markmiði bæta notendaupplifun á vefsíðum okkar.

Á Íslandi einblínum við að því að kynna þá starfsemi sem snýr að verslun og þjónustu fyrir innanlandsmarkað.

Hvað er beta-útgáfa?


Þegar vefhönnuðir og forritarar byrja á nýju verkefni fer það venjulega í gegnum nokkur þróunarstig þar á meðal alpha og beta. Þegar verkefnið er í beta-útgáfu, eða útgáfunni áður en síðan fer í loftið, þá er tækifæri fyrir vefhönnuði og forritara að fá endurgjöf frá notendum þannig að þeir geti haft áhrif á þróun og innihald vefsins áður en hann fer í loftið.

Í beta-útgáfu getur verið að það séu einhverjir vefpartar, textar og myndir sem þarfnast enn lagfæringar - en við munum skoða allar athugasemdir og laga villur áður en við setjum vefinn endanlega í loftið.

Okkur þætti vænt um að heyra frá þér um hvernig við getum bætt vefinn okkar enn frekar svo við getum haldið áfram að efla þjónustu okkar og gert notendaupplifun bæði einfaldari og þægilegri. Með því að smella á bláa FEEDBACK hnappinn neðst á síðunni getur þú slegið inn athugasemdir og tilkynnt villur.

Við hlökkum til að heyra hvað þér finnst.