Össur er Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri
Össur
14-10-2021
News
Viðurkenning: Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2021
Össur hefur verið valið Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2021 samkvæmt úttekt Viðskiptablaðsins og Keldunnar. Fyrirtækin sem komust á listann í ár eru um 2,2% íslenskra fyrirtækja. Fyrirtæki þurfa að uppfylla ströng skilyrði um afkomu, eiginfjárhlutfall, tekjur og eignir og er það okkur heiður að vera á lista Viðskiptablaðsins og Keldunnar í ár.
Forsendur
- Rekstrarárin 2020 og 2019 liggja til grundvallar en tekið er tillit til rekstrarársins 2018.
- Afkoma þarf að hafa verið jákvæð.
- Tekjur þurfa að hafa verið umfram 30 milljónir króna.
- Eignir þurfa að hafa verið umfram 80 milljónir króna.
- Eiginfjárhlutfall þarf að hafa verið umfram 20%.
- Aðrir þættir metnir af Viðskiptablaðinu og Keldunni. T.d. skil á ársreikningi og rekstrarform.
Tekjur Össurar á árinu 2020 voru rúmlega 85 milljarðar og eignir rúmlega 154 milljarðar. Eiginfjárhlutfallið var 48%.
Frekari upplýsingar um listann má finna hér
Hér má sjá sérblað Viðskiptablaðsins og Keldunnar um fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri árið 2021