Hvatningarverðlaun fyrir Framúrskarandi sjálfbærni árið 2023
Össur hlaut í vikunni hvatningarverðlaun fyrir Framúrskarandi sjálfbærni árið 2023. Creditinfo Iceland og Festa unnu saman að viðurkenningunni sem var veitt samhliða birtingu lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki 2023.
Markmið viðurkenningarinnar er að vekja athygli á því að framúrskarandi rekstur felur í sér að fyrirtæki hafi jákvæð áhrif á umhverfið og samfélagið sem þau starfa í og hámarki þannig fjárhagslegan árangur sinn. Í umsögn dómnefndar kemur fram að Össur hafi um árabil látið sig sjálbærni varða og er í fararbroddi, hvort sem litið er til umhverfismála, samfélagsmála eða stjórnarhátta.
Við erum afar þakklát fyrir þessi hvatningarverðlaun og er þetta frábær viðurkenning sem hvetur okkur til dáða að halda ótrauð áfram á okkar metnaðarfullu sjálfbærnivegferð.