Framúrskarandi og Fyrirmyndarfyrirtæki 2023

Össur
11-10-2023
News

Framúrskarandi Fyrirtæki 2023

Össur er í hópi þeirra 2% íslenskra fyrirtækja sem uppfylla ströng skilyrði greiningar Creditinfo á framúrskarandi fyrirtækjum árið 2023. Creditinfo hefur s.l. fjórtán ár vottað Framúrskarandi fyrirtæki í íslensku atvinnulífi fyrir góðan og traustan rekstur.

Við erum mjög stolt að ná þessum árangri fjórtánda árið í röð.

Frekari upplýsingar um listann má finna hér.

Hvað gerir fyrirtæki framúrskarandi?

  • Fyrirtækið er í lánshæfisflokki 1-3
  • Ársreikningi skal skilað lögum samkvæmt eigi síðar en átta mánuðum eftir uppgjörsdag. Tekið verður tillit til allra opinberra framlenginga RSK á skilafresti
  • Fyrirtækið er virkt skv. skilgreiningu Creditinfo
  • Rekstrartekjur að lágmarki 55 milljónir króna reikningsárið 2022 og a.m.k. 50 milljónir króna 2021 og 2020
  • Fyrirtæki með rekstrartekjur yfir 5 milljarða króna þurfa að fylla út spurningalista um sjálfbærni
  • Framkvæmdarstjóri skráður í fyrirtækjaskrá RSK
  • Rekstrarhagnaður (EBIT) > 0 reikningsárin 2020-2022
  • Jákvæð ársniðurstaða reikningsárin 2020-2022
  • Eiginfjárhlutfall a.m.k. 20% reikningsárin 2020-2022
  • Eignir að minnsta kosti 110 milljónir króna reikningsárið 2022 og a.m.k. 100 milljónir króna 2021 og 2020

Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2023

Össur hefur verið valið Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2023 samkvæmt úttekt Viðskiptablaðsins og Keldunnar. Fyrirtækin sem komust á listann í ár eru um 2,8% íslenskra fyrirtækja. Fyrirtæki þurfa að uppfylla ströng skilyrði um afkomu, eiginfjárhlutfall, tekjur og eignir og er það okkur heiður að vera á lista Viðskiptablaðsins og Keldunnar í ár.

Frekari upplýsingar um listann má finna hér

Hvað þarf til að teljast til fyrirmyndar

  • Rekstrarárin 2022 og 2021 liggja til grundvallar en tekið er tillit til rekstrarársins 2020.
  • Afkoma þarf að hafa verið jákvæð.
  • Tekjur þurfa að hafa verið umfram 40 milljónir króna.
  • Eignir þurfa að hafa verið umfram 80 milljónir króna.
  • Eiginfjárhlutfall þarf að hafa verið umfram 20%.
  • Aðrir þættir metnir af Viðskiptablaðinu og Keldunni. Til dæmis skil á ársreikningi og rekstrarform.