Össur er Framúrskarandi fyrirtæki 2021

Össur
21-10-2021
News

Framúrskarandi frá upphafi

Össur er í hópi þeirra 2% íslenskra fyrirtækja sem uppfylla ströng skilyrði greiningar Creditinfo á framúrskarandi fyrirtækjum árið 2021.

Stefnumið Össurar er að bæta hreyfanleika fólks með tækni, rannsóknum og nýsköpun. Fyrirtækið aðhyllist mannleg gildi í hvívetna og vinnur náið með þeim sem þurfa á vörunum að halda. Þannig hefur Össur með öflugu starfsfólki sínu náð frábærum árangri í starfi og séð markmiðin verða að veruleika; fólk yfirstígur líkamlegar hindranir, fær notið sín til fulls og öðlast betra líf.

Össur er meðal 62 fyrirtækja sem hafa verið á þessum lista frá upphafi og er það mikill heiður að hljóta þessa viðurkenningu ellefta árið í röð.

Hvað gerir fyrirtæki framúrskarandi?

  • Fyrirtækið er í lánshæfisflokki 1-3
  • Ársreikningi skal skilað á réttum tíma lögum samkvæmt
  • Hefur skilað ársreikningi til RSK síðustu þrjú ár
  • Fyrirtækið er virkt samkvæmt skilgreiningu Creditinfo
  • Framkvæmdarstjóri skráður í fyrirtækjaskrá RSK
  • Rekstrartekjur að lágmarki 50 milljónir króna síðustu þrjú ár
  • Rekstrarhagnaður (EBIT > 0) síðustu þrjú ár
  • Jákvæð ársniðurstaða síðustu þrjú ár
  • Eiginfjárhlutfall a.m.k. 20% síðustu þrjú ár
  • Eignir að minnsta kosti 100 milljónir króna síðustu þrjú ár