Forsetafrú Íslands og forsetafrú Úkraínu ræða verkefni Össurar í Úkraínu

Össur
22-08-2022
News

Eliza Reid forsetafrú átti nýverið fjarfund með Olena Zelenska forsetafrú Úkraínu. Meðal þess sem var rætt var verkefni Össurar í Úkraínu en fyrirtækið vinnur um þessar mundir með úkraínskum sérfræðingum við að útvega nauðsynleg stoðtæki handa einstaklingum sem misst hafa útlimi í stríðsátökunum. Fjöldi aflimaðra í landinu hefur aukist gríðarlega undanfarið og er markmið Össurar að auka þekkingu heimamanna og efla stoðtækjaþjónustu í landinu til langframa.

Össur hlaut nýverið styrk úr Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífs um þróunarsamvinnu og mun styrkurinn nýtast í aukna þjálfun en fyrirtækið gefur vörur fyrir tugi milljóna í verkefnið. Forsetafrú Úkraínu tjáði áhuga sinn á málefninu þar sem mikil þörf er á stoðtækjaþjónustu í landinu.

Nánar á heimasíðu Forseta Íslands, www.forseti.is.

Eliza Reid forsetafrú á fjarfundi með Olenu Zelensku forsetafrú Úkraínu. (Mynd af forseti.is)