ForMotion Stoðtækjaþjónusta
Stoðtækjaþjónusta Össurar hefur frá og með deginum í dag, tekið upp nýtt nafn: ForMotion Stoðtækjaþjónusta.
Þessi nafnabreyting markar nýjan kafla í fimm áratuga sögu stoðtækjaþjónustu Össurar á Íslandi. ForMotion er alþjóðlegt net stoðtækjaþjónustuaðila í eigu Emblu Medical, móðurfélags Össurar.
Undir nýju nafni mun sama reynslumikla teymið veita viðskiptavinum alhliða stoðtækjaþjónustu og sérfræðiráðgjöf í vali og sérsmíði á stoðtækjum og spelkum frá Össuri og öðrum framleiðendum, allt eftir þörfum hvers og eins. Með þessu tengist stoðtækjaþjónustan okkar alþjóðlegu teymi sérfræðinga í sama fagi sem leiðir til enn betri þjónustu við skjólstæðinga okkar hér á landi.
Hvað verður um Össur?
Össur er stærsta vörumerkið okkar á heimsvísu fyrir stoð- og stuðningstækjavörur og það er óbreytt. Framleiðslan og starfsemin eins og við þekkjum hana hér á Íslandi er óbreytt. Á Íslandi rekum við nú móðurfélagið Embla Medical hf., vöruframleiðandann Össur Iceland ehf. og þjónustueininguna ForMotion Stoðtækjaþjónusta.
Ný heimasíða, www.formotion.is, verður tilbúin á næstu vikum, en þangað til getur þú nálgast upplýsingar hér á www.ossur.is og á alþjóðlegri síðu ForMotion (á ensku), www.formotion.com.