Fánadagur heimsmarkmiða SÞ um sjálfbæra þróun

Össur
25-09-2023
News

Í dag eru átta ár frá því að heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun voru samþykkt af fulltrúum allra aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna. Af því tilefni flöggum við fána heimsmarkmiðanna og sýnum þannig stuðning okkar.

Heimsmarkmiðin eru 17 talsins og eru leiðarvísir að betri heimi fyrir öll. Össur styður sérstaklega við sex heimsmarkmið:

  • #3 Heilsa og vellíðan
  • #5 Jafnrétti kynjanna
  • #8 Góð atvinna og hagvöxtur
  • #12 Ábyrg neysla og framleiðsla
  • #13 Aðgerðir í loftslagsmálum og
  • #16 Friður og réttlæti.

Nánar má lesa um heimsmarkmiðin hér: Össur's Sustainability Report.