Erindi Össurar á Nýsköpunarviku
Össur
13-10-2020
News
Össur: Nýsköpun á verðlaunapalli
Nýsköpunarvikan er ný hátíð í Reykjavík sem fór fram dagana 30. september - 7. október 2020.
Össur tók þátt í dagskránni með viðburðinum Össur – Nýsköpun á verðlaunapalli. Þar kynntu Hildur Einarsdóttir, Aron Kristbjörn Albertson, Sindri Páll Sigurðsson og Edda H. Geirsdóttir þróunarstarf Össurar þar sem gafst tækifæri á að skyggnast í verkfræðina á bak við hlaupafjaðrirnar, útlitshönnun og notkun þeirra. Einnig var farið yfir vinnuna í kringum Team Össur, sem er hópur íþróttafólks í fremstu röð og má sjá þónokkur þeirra í nýlegri heimildarmynd Netflix, Rising Phoenix.
Hér má sjá upptöku frá viðburðinum: