Aðildi - samstarf Festu og Össurar 2022

Össur
25-11-2021
News

Í upphafi árs 2021 setti Festa (miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni) á laggirnar Aðildi – fellowship prógram sem felur í sér aðild að Festu í eitt ár. Markmiðið er að læra af leiðandi fyrirtækjum og stofnunum á sviði sjálfbærni og samfélagsábyrgðar í íslensku atvinnulífi og nýta þekkinguna í verkefnum í námi.

Á árinu 2022 er Aðildi samstarfsverkefni Festu og Össurar, en Össur var stofnaðili að Festu árið 2011. Össur hefur unnið markvisst að sjálfbærnis- og umhverfismálum allar götur síðan og náði þeim áfanga  að verða kolefnishlutlaus á 50 ára afmælisárinu 2021.

Össur mun leiða Aðildi í gegnum sérstakt mentorship prógram árið 2022, þar sem Aðildum er boðið í höfuðstöðvar Össurar á Íslandi. Haldnir vera viðburðir yfir árið með leiðandi stjórnendum og sérfræðingum hjá Össuri þar sem farið verður yfir vöruþróun, störf og þróun á alþjóðamarkaði, innleiðingu sjálfbærni stefnu, markmiða og upplýsingagjafar í rekstri, leiðtogahlutverk fyrirtækja og einstaklinga - allt í samhengi örs breytilegs heims og vaxandi áherslna á sjálfbærni og hringrásarhagkerfið.

Tilkynnt verður formlega hverjir verða Aðildi 2022 á Janúarráðstefnu Festu 2022, en þá verða 8-10 háskólanemendur valdir í hóp Aðilda. Umsækjendur eru nemar á BA/BS, meistarastigi eða í doktorsnámi sem hafa brennandi áhuga á sjálfbærni og hringrásarhagkerfinu, spyrja gagnrýnið, heimspekilega og af erindi til þróunar í heiminum í dag. Nemendurnir koma úr fjölbreyttum greinum, s.s. vöru- og viðskiptaþróun, leggja áherslu á alþjóðlega nálgun, mannfræði, siðfræði, verkfræði og hönnun.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Festu. Umsóknarfrestur er til miðnættis 3. janúar 2022.